Svíar komnir í góða stöðu

Svíar fagna marki gegn Rússunum.
Svíar fagna marki gegn Rússunum. AFP

Svíar voru að tryggja sér sannfærandi 2:0 sigur gegn Rússum í B-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu.

Lotta Schelin skoraði fyrra markið á 22. mínútu. Það var hennar 87. landsliðsmark og það sjöunda í úrslitakeppni EM. Stina Blackstenius bætti svo öðru marki við á 51. mínútu.

Svíar eru með fjögur stig eftir tvo leiki og eru í góðri stöðu á að komast í átta liða úrslitin en Rússar eru án stiga. Síðari leikur riðilsins fer fram í kvöld þegar Ítalía og Evrópumeistarar Þýskalands eiga við. Ítalir höfðu betur á móti Rússum í fyrsta leik sínum en Þjóðverjar gerðu markalaust jafntefli gegn Svíum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin