Vandræðalegur ís sem þarf að brjóta gegn Sviss

Fanndís Friðriksdóttir (l.t.h.) hleypur af sér franska varnarmanninn Jessica Houara …
Fanndís Friðriksdóttir (l.t.h.) hleypur af sér franska varnarmanninn Jessica Houara d'Hommeaux í leiknum gegn Frökkum í Tilburg.

Flestir virðast sammála um að frammistaða íslenska landsliðsins hafi verið mjög góð gegn Frakklandi, í fyrsta leiknum á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi. Hins vegar bættust þar enn við 90 mínútur af fótbolta þar sem Íslandi tekst ekki að skora mark. Stelpurnar okkar þurfa að brjóta ísinn sem fyrst, helst gegn Sviss á morgun þó að enn gæti verið möguleiki á að komast í 8-liða úrslit án þess.

Ísland hefur nú leikið fjóra leiki í röð og rúmlega það, alls 372 mínútur, án þess að skora. Þrír leikjanna hafa reyndar verið gegn afar sterkum andstæðingum, Hollandi, Brasilíu og Frakklandi, og fjórði leikurinn var spilaður við erfiðar aðstæður á Írlandi vegna afar mikillar bleytu. Mínúturnar eru hins vegar að verða 400 í röð án marks, og sú staðreynd ein og sér er svolítið vandræðaleg. Þá hefur Ísland ekki skorað gegn Sviss í síðustu þremur innbyrðis leikjum þjóðanna.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin