Við viljum liðsanda Íslands

Lia Walti (t.v.), leikmaður Sviss, í skallaeinvígi í leiknum við …
Lia Walti (t.v.), leikmaður Sviss, í skallaeinvígi í leiknum við Austurríki sem Sviss tapaði 1:0. AFP

„Fortíðin er að baki. Morgundagurinn er mikilvægastur,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari kvennalandsliðs Sviss í knattspyrnu, spurð um takið sem liðið virðist hafa haft á Íslandi.

Liðin mættust þrisvar á árunum 2013-2015 og vann Sviss alla leikina, án þess að fá á sig mark. Í undankeppni HM 2015 vann Sviss 2:0-sigur á Laugardalsvelli en 3:0-sigur á heimavelli, og Sviss vann svo 2:0-sigur í Algarve-bikarnum 2015. Voss-Tecklenburg lét hins vegar ekki teyma sig út í neinar yfirlýsingar um ágæti eigin liðs:

Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss.
Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss. AFP

„Það er eins og glíma við Herkúles að vinna víkingana. Við viljum liðsandann sem Ísland hefur og verðum að gefa allt okkar á morgun,“ sagði þjálfarinn þýski.

Spurð út í tapið gegn Austurríki á þriðjudag, liðinu sem spáð var neðsta sæti riðilsins, svaraði Voss-Tecklenburg:

„Þetta er ný staða fyrir liðið, að vera talinn betri og eiga að vinna lið eins og Austurríki og Ísland. Liðið fór á HM í Kanada 2015, sitt fyrsta stórmót, en þá voru leikmenn ekki eins taugaóstyrkir og núna. Eftir mistök í byrjun leiks náði liðið sér aldrei á strik gegn Austurríki.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin