Freyr gerir eina breytingu

Fanndís Friðriksdóttir er á sínum stað í byrjunarliði Íslands.
Fanndís Friðriksdóttir er á sínum stað í byrjunarliði Íslands. AFP

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Sviss kl. 16 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hollandi.

Ein breyting er á byrjunarliðinu sem mætti Frakklandi og mátti sætta sig við grátlegt 1:0-tap í fyrsta leiknum á EM á þriðjudaginn. Katrín Ásbjörnsdóttir kemur inn í stað Öglu Maríu Albertsdóttur.

Leikurinn í dag fer fram á „Tjarnarhæð“ í Doetinchem, á heimavelli knattspyrnuliðsins De Graafschap.

Byrjunarlið Íslands: (3-4-3) Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vörn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Sókn: Katrín Ásbjörnsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin