Guðni tók sjálfu í Hollandi

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fagnaði með stelpunum er þær …
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fagnaði með stelpunum er þær höfðu tryggt sér sæti á EM í fyrrahaust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hitti kvennalandsliðið í knattspyrnu í Hollandi þar sem hann er staddur á EM með fjölskyldu sinni. Hann segist á þeim fundi hafa kynnst þeirri samheldni, ákveðni bjartsýni og fagmennsku sem einkenni hópinn.

„Allir standa saman, allir læra af mótlæti, allir staðráðnir í að gera alltaf betur. Og allir hafa hlutverk, allir eru virtir,“ segir Guðni í færslu um málið á Facebook.

Hann lætur svo fylgja „sjálfu“ af sér og „dökkbláa teyminu“, hluta fólksins sem sér um að landsliðið geti einbeitt sér að æfingum og leikjum. „Áfram Ísland!“ skrifar Guðni og minnir á stórleikinn sem framundan er í dag er Íslands leikur gegn Sviss.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin