Ingibjörg og Agla á hættusvæði

Agla María Albertsdottir í baráttu við Wendie Renard í leik …
Agla María Albertsdottir í baráttu við Wendie Renard í leik Íslands og Frakklands. AFP

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Sviss í annarri umferð riðlakeppninnar í lokakeppni EM í Doetinchem í Hollandi síðdegis í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir og Agla María Albertsdóttir mega ekki vera áminntar með gulu spjaldi í leiknum gegn Sviss ætli þær sér að taka þátt í lokaleik riðlakeppninnar gegn Austurríki.

Ingibjörg og Agla María voru áminntar með gulu spjaldi í tapinu grátlega gegn Frakklandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þá þarf Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, að halda sér á mottunni, en hann var áminntur með gulu spjaldi þegar hann mótmælti þeirri ákvörðun dómarans að dæma ekki vítaspyrnu þegar stjakað var við Fanndísi Friðriksdóttur innan vítateigs franska liðsins. 

Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.00 í dag og mun Sindri Sverrisson, blaðamaður mbl.is, sem staddur er í Hollandi lýsa leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin