Mega ekki komast á ferð

Ramona Bachmann (rauðklædd) náði sér ekki á strik gegn Austurríki …
Ramona Bachmann (rauðklædd) náði sér ekki á strik gegn Austurríki sem vann óvæntan sigur á Sviss. Hún leikur með enska liðinu Chelsea. AFP

„Við höfum átt í pínulitlum vandræðum með Sviss síðustu ár,“ segir Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, en Ísland mætir Sviss í dag kl. 16 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hollandi.

Ísland tapaði 1:0 fyrir Frakklandi í fyrsta leik og Sviss tapaði einnig 1:0, nokkuð óvænt, gegn Austurríki.

Leikirnir við Sviss sem Ásmundur vísar í voru í undankeppni HM 2015, þegar Sviss vann 2:0 á Íslandi og 3:0 heima, og svo 2:0 í Algarve-bikarnum vorið 2015. Sviss var á þeim tíma undir stjórn hinnar þýsku Martinu Voss-Tecklenburg, rétt eins og nú.

„Þær eru skyndisóknalið, með mjög öfluga einstaklinga frammi á vellinum, og það varð okkur að falli síðast þegar við spiluðum við þær. Við réðum ekkert við þær. Síðan þá höfum við skoðað liðið vel og teljum að nú sé akkúrat stundin komin til að leggja þær að velli,“ segir Ásmundur.

Sjá samtal við Ásmund í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin