Sviss leikur án lykilleikmanns

Rahel Kiwic röltir hér af velli eftir að hafa verið …
Rahel Kiwic röltir hér af velli eftir að hafa verið vísað af velli með rauðu spjaldi í Sviss og Austurríkis. AFP

Sviss mun leika án hins hávaxna miðvarðar, Rahel Kiwic, þegar liðið mætir Íslandi í annarri umferð riðlakeppninnar í lokakeppni EM í knattspyrnu kvenna á Stadion De Vijverberg í Doetinchem í Hollandi síðdegis í dag. 

Kiwic tekur út leikbann í leiknum gegn Íslandi þar sem henni var vísað af velli með rauðu spjaldi í 1:0-tapi Sviss gegn Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Jana Brunner leysti Kiwic af hólmi í leiknum gegn Austurríki og líklegt er að Brunner muni leika í hjarta varnarinnar gegn Íslandi í dag við hlið Caroline Abbé.

Leik­ur Íslands og Sviss hefst klukk­an 16.00 í dag og mun Sindri Sverris­son, blaðamaður mbl.is, sem stadd­ur er í Hollandi lýsa leikn­um í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin