Grindvíkingurinn Mendes skoraði hjá Stjörnumarkverði

Carolina Mendes fagnar marki sínu í dag. Gemma Fay horfir …
Carolina Mendes fagnar marki sínu í dag. Gemma Fay horfir hér svekkt á boltann í markinu. AFP

Carolina Mendes, leikmaður Grindavíkur, skoraði fyrra mark Portúgals í 2:1 sigri liðsins á Skotlandi í D-riðli á EM kvenna í Hollandi í dag.

Í skoska markinu í dag stóð markvörður Stjörnunnar, Gemma Fay, og því tengingar við Ísland úti um allan völl.

Mendes kom Portúgal í 1-0 á 27. mínútu en Erin Cutherbert jafnaði metin fyrir Skota á 6. mínútu.

Ana Leite skoraði hins vegar sigurmark Portúgals á 72. mínútu.

Staðan er galopin í riðlinum fyrir lokaumferðina þar sem England, Spánn og Portúgal eru með 3 stig. Skotland er stigalaust á botninum.

Portúgal og England mætast í lokaumferðinni og Skotland og Spánn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin