María Þórisdóttir í byrjunarliði Noregs

María Þórisdóttir verður í eldlínunni með Noreg í kvöld.
María Þórisdóttir verður í eldlínunni með Noreg í kvöld. mbl.is/Sindri Sverrisson

Knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur jafnað sig á meiðslum og verður hún í hjarta varnarinnar hjá Norðmönnum sem mæta Dönum í síðustu umferð riðlakeppninnar á EM í Hollandi í kvöld. 

María spilaði allan leikinn gegn Hollandi í fyrstu umferð en hún þurfti að draga sig úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Belgum í síðustu umferð vegna meiðsla.

Noregur verður að vinna Danmörku með þremur mörkum ásamt því að treysta á að Belgía vinni Holland til að eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin