Frakkland skildi Sviss eftir í sárum

Frakkar fagna í kvöld.
Frakkar fagna í kvöld. AFP

Frakkar eru komnir áfram í átta liða úrslit Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli við Sviss í kvöld. Sviss er hins vegar úr leik en Frakkar léku manni færri í um 70 mínútur. 

Eve Perisset fékk rautt spjald á 17. mínútu fyrir að brjóta á Ramona Bachmann er hún var að sleppa inn fyrir vörn Frakka. Leikmenn Sviss stráðu salti í sár franska liðsins með að skora úr aukaspyrnunni sem fylgdi. Martina Moser átti þá flotta sendingu á Ana Crnogorcevic sem skoraði með glæsilegum skalla og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. 

Camille Abily náði að jafna fyrir Frakka á 76. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og þar við sat. Austurríki vinnur riðilinn með sjö stig, Frakkar náðu öðru sætinu með fimm stig, þar á eftir kom Sviss með fjögur og svo Ísland án stiga á botni riðilsins. 

Frakkar mæta væntanlega Englendingum í átta liða úrslitum. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. MARS

Útsláttarkeppnin