Holland Evrópumeistari á heimavelli

Vivianne Miedema skoraði tvö mörk fyrir Holland.
Vivianne Miedema skoraði tvö mörk fyrir Holland. AFP

Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu varð Evrópumeistari í fyrsta skipti eftir 4:2 sigur á Danmörku í úrslitaleik á De Grolsch Veste-vellinum í Twente í dag. 

Nadia Nadim kom danska liðinu yfir úr vítaspyrnu á sjöttu mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Vivianne Miedema og 18 mínútum síðar kom Lieke Martens Hollandi yfir. Pernille Harder jafnaði fyrir danska liðið á 33. mínútu og var staðan í hálfeik 2:2 í frábærum leik. 

Hollenska liðið reyndist hins vegar sterkara í síðari hálfleik og Sherida Spitse og Vivianne Miedema tryggði Hollandi sigurinn á heimavelli. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin