Dagur: Sætasta stundin á þjálfaraferlinum

Íslenskir stuðningsmenn í Linz styðja líka við bakið á Degi …
Íslenskir stuðningsmenn í Linz styðja líka við bakið á Degi Sigurðssyni! mbl.is/Kristinn

,,Ég held að þetta sé sætasta stund á þjálfaraferli mínum. Ég er varla búinn að átta mig á þessu. Mér óraði ekki fyrir því að við kæmumst í milliriðilinn en lið mitt hefur spilað þrjá frábæra leiki og við eigum það skilið að halda áfram keppni," sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkismanna, við mbl.is eftir sigurinn á Serbum í dag, 37:31, en Dagur er orðin þjóðhetja í Austurríki eftir frábæran árangur Austurríkismenna á EM.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag er Dagur samningsbundinn austurríska handknattleikssambandinu þar til þátttöku Austurríkismanna lýkur á Evrópumótinu en forráðamenn handknattleikssambandsins hafa boðið honum að halda áfram. Víst er að Dagur verður afar eftirsóttur en hann er þjálfari þýska liðsins Füsche Berlin og hefur náð góðum árangri með liðið.

Austurríkismenn, undir stjórn Dags, fara í milliriðilinn með eitt stig, sem þeir fengu gegn Íslandi í jafnteflisleiknum fræga, 37:37. Þeir töpuðu fyrir Dönum, 29:33, og taka þau úrslit einnig með sér.

Dagur Sigurðsson fagnar í leikslok í dag.
Dagur Sigurðsson fagnar í leikslok í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert