Dönum skellt í Linz

Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari Íslands fagnar sigrinum, fyrir aftan súra …
Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari Íslands fagnar sigrinum, fyrir aftan súra leikmenn Danmerkur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ísland vann glæsilegan sigur á Evrópumeisturum Dana, 27:22, í lokaleik B-riðils Evrópumeistaramóts karla í handknattleik í Linz í kvöld. Ísland vann þar með riðilinn og fer með 3 stig með sér í milliriðil keppninnar sem hefst á mánudag.

Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik var Ísland með forystu, 15:13. Liðið lék síðan frábærlega í seinni hálfleik, hleypti Dönum aldrei nálægt sér og var komið með sjö marka forskot skömmu fyrir leikslok, 27:20.

Aron Pálmarsson kom glæsilega inní leik Íslands í kvöld og skoraði 5 mörk í sínum fyrsta alvöruleik með landsliðinu þar sem hann spilar að ráði.

Guðjón Valur Sigurðsson gerði 6 mörk, Róbert Gunnarsson 4, Alexander Petersson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Arnór Atlason 3, Sverre Jakobsson 1 og Ólafur Stefánsson 1.

Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands mjög vel og var útnefndur maður leiksins af heimamönnum í leikslok.

Leiknum var lýst í beinni textalýsingu hér á mbl.is og hana má sjá hér fyrir neðan:

Arnór Atlason sækir að vörn Dana í leiknum í kvöld.
Arnór Atlason sækir að vörn Dana í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn
Góð stemmning íslenskra áhorfenda í Linz fyrir leikinn í kvöld.
Góð stemmning íslenskra áhorfenda í Linz fyrir leikinn í kvöld. mbl.is/Kristinn
Stuðningsmenn Íslands mættu snemma í höllina í Linz fyrir leikinn …
Stuðningsmenn Íslands mættu snemma í höllina í Linz fyrir leikinn í kvöld og þar mátti sá þetta skilti. mbl.is/Kristinn
Ísland ka. 27:22 Danmörk opna loka
60. mín. Ísland ka. tapar boltanum
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert