Leikurinn er ekki fyrir þá sem þola illa spennu

Arnór Atlason
Arnór Atlason mbl.is/Kristinn

„Fólk sem þolir illa spennu ætti ekki að fylgjast með leik Danmerkur og Íslands á EM í handbolta í kvöld,“ segir á vefsíðu danska blaðsins Politiken í dag.

Hörfundur greinarinnar rekur gang mála í síðustu landsleikjum þjóðanna og kemst að þeirri niðurstöðu að búast megi við rosalega spennandi leik í kvöld.

Hann bendir á að í síðustu níu leikjum þjóðanna hafi sex leikir endað með jafntefli, Ísland hefur unnið einu sinni og Danir í tvígang og unnust allir þessir þrír leikir með einu marki.

Þjóðirnar gerðu 32:32 jafntefli árið 2005, 28:28 jafntefli á EM 2006, Ísland vann síðan 34:33 síðar það sama ár og svo gerðu þjóðirnar 34:34 jafntefli. 

Árið 2007 léku þjóðirnar tvívegis, gerðu fyrst 28:28 jafntefli og síðan vann Danmörk 42:41 í framlengdum leik á HM, en staðan var 34:34 eftir venjulegan leiktíma.

Danir unnu síðan 37:36 árið 2008 og síðari leikur þjóðanna það árið endaði 32:32 og í fyrra vann Danmörk 30:29.

Af þessari upptalningu má ljóst vera að  búast má við miklu fjöri í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert