Alexander: Hljótum að stefna á undanúrslitin

Alexander Petersson skorar eitt marka sinna gegn Serbum á EM.
Alexander Petersson skorar eitt marka sinna gegn Serbum á EM. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

,,Við erum tilbúnir og spenntir að hefja þessi átök. Nú er að hefjast nýr kafli í mótinu og þar sem mikið er undir í hverjum leik. Króatarnir eru með hörkugott lið en við erum það líka. Það birti til hjá okkur í gær og maður finnur að andrúmsloftið er allt miklu léttara," sagði Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, við mbl.is eftir æfingu landsliðsins í Vín í kvöld.

,,Þessi sigur í gær var rosalega mikilvægur og gefur liðinu byr undir báða vængi. Við munum reyna eftir fremsta megni að endurtaka leikinn frá því í gær. Ef okkur tekst að vinna á morgun er allt mögulegt en við verðum bara að einbeita okkur að einum leik í einu. Nú eru það Króatar en auðvitað hljótum við að taka stefnuna á að komast í undanúrslitin,“ sagði Alexander.

Spurður hvort hann fyndi fyrir þreytu sagði Alexander; ,,Nei alls ekki. Ég er í fínu formi og ég mun gefa allt sem ég á í leikinn við Króata eins og allir félagar mínir,“ sagði Alexander.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert