Átta marka sigur á Rússum

Ólafur Stefánsson í leiknum gegn Rússum í Vín.
Ólafur Stefánsson í leiknum gegn Rússum í Vín. mbl.is/Kristinn

Ísland vann Rússland með átta marka mun, 38:30, í milliriðli 1 í Evrópukeppni karla í handknattleik í dag. Íslenska liðið er þar með komið með 6 stig í milliriðlinum og er í efsta sæti sem stendur. Við blasir hreinn úrslitaleikur gegn Norðmönnum um sæti í undanúrslitum á fimmtudaginn.

Íslenska liðið náði undirtökunum strax í byrjun leiks, komst í 10:3, og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Liðið náði mest tíu stiga forystu í fyrri hálfleik og staðan í hléi var 19:10. Í seinni hálfleik var munurinn lengst af 9-11 mörk og úrslitin voru ráðin löngu fyrir leikslok.

Ísland er með 6 stig, Króatía 5, Noregur 4, Danmörk 4, Austurríki 1 og Rússar 0.

Króatía og Austurríki mætast á eftir og í kvöld leika Norðmenn og Danir, en að honum loknum liggur nákvæmlega fyrir hvað verður í húfi hjá hverju liði í lokaumferðinni á fimmtudag. Þá leikur Ísland við Noreg og Króatía við Danmörku.

Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 7, Alexander Petersson 7, Sturla Ásgeirsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Vignir Svavarsson 3, Arnór Atlason 2, Aron Pálmarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Ólafur Guðmundsson 1.

Mörk Rússa: Mikhail Chipurin 7, Samvel Aslanjan 5, Vasili Filippov 5, Andrei Starikh 3, Sergei Predibajlov 3, Alexei Rastvortsev 2, Alexei Kainarov 2, Alexander Cernoivanov 1, Alexei Kamanin 1, Dmitri Kovalev 1.

Kynning mbl.is á liði Rússlands.

Allar meðfylgjandi myndir birtust með lýsingu leiksins á meðan hann stóð yfir.

Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á mbl.is og hana má sjá hér fyrir neðan:

Aron Pálmarsson í leiknum gegn Rússum í Vín.
Aron Pálmarsson í leiknum gegn Rússum í Vín. mbl.is/Kristinn
Alexander Petersson í leiknum gegn Rússum í Vín.
Alexander Petersson í leiknum gegn Rússum í Vín. mbl.is/Kristinn
Guðjón Valur Sigurðsson í leiknum gegn Rússum í Vín.
Guðjón Valur Sigurðsson í leiknum gegn Rússum í Vín. mbl.is/Kristinn
Stuðningsmenn Íslands fagna marki í Vín í dag.
Stuðningsmenn Íslands fagna marki í Vín í dag. mbl.is/Kristinn
Róbert Gunnarsson skorar fyrsta mark Íslands gegn Rússum í Vín.
Róbert Gunnarsson skorar fyrsta mark Íslands gegn Rússum í Vín. mbl.is/Kristinn
Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson hita upp fyrir leikinn …
Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson hita upp fyrir leikinn gegn Rússum. mbl.is/Kristinn
Alexander Petersson og Björgvin Gústavsson hita upp fyrir leikinn gegn …
Alexander Petersson og Björgvin Gústavsson hita upp fyrir leikinn gegn Rússum. mbl.is/Kristinn
Róbert Gunnarsson hitar upp fyrir leikinn gegn Rússum.
Róbert Gunnarsson hitar upp fyrir leikinn gegn Rússum. mbl.is/Kristinn
Ísland ka. 38:30 Rússland EM opna loka
60. mín. Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ka.) varði skot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert