Stóra prófið eftir gegn Frökkum

Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik kvartar ekki yfir miklu vinnuálagi sem fylgir stórmóti á borð við Evrópumeistaramót. Óskar telur að íslenska liðið leiki besta sóknarleikinn á EM en framundan er stóra prófið gegn þaulreyndum varnarmúr Frakklands.

Aðstoðarþjálfarinn telur að Frakkar hafi sýnt veikleikamerki að undanförnu og markmið íslenska liðsins er að nýta tækifærið.

Óskar er fjögurra barna faðir og er að eigin sögn vanur því að vaka langt fram á nætur og vakna snemma en Valsmaðurinn vinnur  meðal annars myndbandsefni fyrir Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara.

Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins og mbl.is, er í Vínarborg og hann ræddi við Óskar í dag um slaginn sem framundan er gegn Frökkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert