Vonandi leika Íslendingar sama leik og í Peking

Strákarnir okkar fagna sigri á Norðmönnum.
Strákarnir okkar fagna sigri á Norðmönnum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingar og Pólverjar sem í dag mætast í leik um bronsverðlaunin á Evrópumótinu í handknattleik í Vín áttust síðast við á Ólympíuleikunum í Peking fyrir einu og hálfu ári síðan. Þar höfðu Íslendingar betur í spennandi leik, 32:30, og tryggðu sér með honum sæti í undanúrslitunum. Þar lögðu Íslendingar lið Spánverja að velli en töpuðu svo fyrir Frökkum í úrslitaleik.

Björgvin Gústavsson átti stórleik í sigurleiknum gegn Pólverjum í Peking og varði 20 skot en Alexander Petersson var markahæstur með 6 mörk og hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins.

Íslendingar og Pólverjar voru í sama riðli í undankeppni Ólympíuleikana en riðillin var leikinn í Póllandi. Pólverjar höfðu betur gegn Íslendingum í Wroklaw, 34:28 en liðin urðu í tveimur efstu sætunum og tryggðu sér keppnisréttinn á Ólympíuleikunum.

Á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2007 höfðu Pólverjar betur í viðureign sinni gegn Íslendingum, 35:33.

Pólverjar eru í fyrsta sinn í undanúrslitum á Evrópumóti en þeir höfnuðu í 3. sæti á heimsmeistaramótinu í Króatíu í fyrra og urðu í öðru sæti á HM í Þýskalandi 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert