Norski þulurinn missti sig

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kenneth Klev í leik Íslands og …
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kenneth Klev í leik Íslands og Noregs. Reuters

Harald Bredeli, íþróttafréttamaður norska sjónvarpsins, missti sig gjörsamlega í beinni útsendingu undir lok leik Íslands og Noregs á Evrópumótinu í handknattleik, þegar Norðmenn fengu ekki vítakast hálfri mínútu fyrir leikslok.

Á norsku sagði Bredeli: „- Det er sjanseløst! Og så går det til helvete mot Island igjen. (...) Men de danske dommerne: Herlighet altså. F... ta dere! Unnskyld uttrykket, men det der er å bli snytt for en straffe, som kunne gitt oss uavgjort og mellomspillplassen. Det er en skandale. Det er en dommerskandale.“

Eða, lauslega þýtt: „Þetta er ekki hægt! Og enn fer allt til fjandans á móti Íslandi. En dönsku dómararnir. Stórkostlegt eða þannig. F....hirði ykkur. Afsakið orðbragðið en þarna erum við sviknir um vítakast sem hefði getað gefið okkur jafntefli og sæti í milliriðli. Þetta er hneyksli. Þetta er dómarahneyksli."

Mikil viðbrögð urðu við þessum ummælum í Noregi, bæði jákvæð og neikvæð, en Bredeli baðst afsökunar í samtali við VG síðar um kvöldið og sagðist hafa farið yfir strikið. Það hefði aldrei hent sig áður að nota „F-orðið“ í beinni útsendingu áður. „Mér þykir leitt að hafa stuðað fólk. Þetta voru mistök," sagði Bredeli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert