Of stórt tap segir þjálfari ÍBV

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV.
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. Eggert Jóhannesson

„Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins, við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur en svo undir lokin gefum við full mikið eftir og þeir klára þetta fullstórt,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV við mbl.is eftir 8 marka tap sinna manna gegn Benfica í seinni leik liðanna í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu i Lissabon í kvöld 34:26.

„Við eigum eftir að skoða hvað hefði mátt betur fara í þessu einvígi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem nær að rúlla liðinu mikið betur. Þeir eru með breiðari hóp. Það er kannski það sem skilur a milli þegar að uppi er staðið,“ sagði Arnar.

Vörn ÍBV var góð í einvíginu og geta þeir klárlega tekið marga ljósa punkta heim í Olís deildina.

„Ég er gríðarlega stoltur af strákunum. Mér fannst þeir koma ótrúlega flott inn í þessa báða leiki. og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Svekktur kannski að tapa með 10 mörkum samtals, það er of mikið þegar að við horfum á þetta eftir nokkur ár. Við förum heim með fullt af ljósum punktum. Það verður ekkert af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra og samt að standa svona í liðinu. Ég hefði viljað hafa þessa stráka með í dag,“ sagði Arnar Pétursson.

Eyjamenn fóru með einn örvhentan leikmann inn í einvígið gegn Benfica, Svan Pál Vilhjálmsson. Hann skoraði 6 mörk úr 6 skotum og stóð sig mjög vel. 

s

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert