Verður Lindberg lærisveinn Erlings?

Hans Lindberg.
Hans Lindberg. AFP

Hans Óttar Lindberg danski landsliðsmaðurinn í handknattleik sem á ættir að rekja til Íslands gæti orðið lærisveinn Erlings Richardssonar hjá þýska liðinu Füchse Berlín.

Forráðamann Berlínarliðsins hafa látið hafa eftir sér að þeir vilja gjarnan frá Lindberg í sínar raðir. Danski landsliðsmaðurinn leikur með þýska liðinu Hamburg en um helgina bárust þau tíðindi að félagið hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum og þar með eru allir leikmenn liðsins á förum til annarra liða.

Lindberg, sem á íslenska foreldra, hefur verið einn besti hægri hornamaður heimsins undanfarin ár en hann hefur leikið með Hamburg frá árinu 2007. Hann er í danska landsliðinu sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á EM í Póllandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert