Getum ekki leyft okkur vanmat

Aron Pálmarsson reynir skot gegn Portúgölum í vináttulandsleik í janúar …
Aron Pálmarsson reynir skot gegn Portúgölum í vináttulandsleik í janúar þar sem Portúgal fór með sigur af hólmi. mbl.is/Árni Sæberg

Íslendingar höfðu heppnina með sér þegar dregið var í umspili um sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta sem fram fer í Frakklandi á næsta ári. Portúgalar verða andstæðingar Íslendinga í umspilinu. Fyrri leikurinn verður hér á landi 10.-12. júní og sá síðari ytra 14.-16. júní. Ísland mætti Portúgal í tveimur vináttuleikjum í Kaplakrika fyrir Evrópumótið þar sem Portúgalar unnu fyrri leikinn, 32:28, en Íslendingar höfðu betur í þeim síðari, 26:25.

„Ég verð að segja að þetta var bara hinn fínasti dráttur því við hefðum án efa getað mætt sterkari andstæðingum. En við getum ekki leyft okkur að fara með eitthvert vanmat í þessa leiki. Við munum eftir viðureigninni á móti Bosníumönnum fyrir síðasta heimsmeistaramót og við megum ekki láta það koma fyrir okkur aftur. Portúgal er hins vegar lið sem við eigum að vinna,“ sagði Aron Pálmarsson við Morgunblaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert