Rífandi stuð hjá Króötum (myndskeið)

Leikmenn landsliðs Króatíu fagna eftir að hafa lagt Norðmenn í …
Leikmenn landsliðs Króatíu fagna eftir að hafa lagt Norðmenn í leiknum um bronsið á EM í handbolta á sunnudag. Þeir fengu höfðinglega mótttökur í Zagreb í dag. AFP

Rífandi stuð og mikil stemning var í Zagreb í Króatíu í dag þegar tugir þúsunda manna komu saman til þess að fagna handboltalandsliðinu þegar það kom heim af EM í Póllandi. Króatar unnu bronsverðlaunin en miðað við móttökurnar og gleðina sem ríkti var engu líkara en að króatíska landsliðið hefði orðið Evrópumeistari.

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á landsliði Króata síðasta árið auk þess sem nýr þjálfari tók við eftir HM fyrir ári síðan. Breytt landslið og nýr þjálfari hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar sem gladdist mjög eins og sjá má meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert