Uppselt á skammri stund

Dagur Sigurðsson og hans menn eru vinsælir í Þýskalandi.
Dagur Sigurðsson og hans menn eru vinsælir í Þýskalandi. AFP

Dagur Sigurðsson og nýbakaðir Evrópumeistarar í handknattleik karla mæta silfurliði síðasta heimsmeistaramóts, landsliði Katar, í vináttulandsleik í Leipzig 11. mars. Sex þúsund aðgöngumiðar seldust á örskotsstundu í gær þegar þeir voru settir í sölu samhliða auglýsingu á leiknum. Gríðarlegur áhugi er fyrir þýska landsliðinu um þessar mundir en á að giska 10 þúsund manns komu á skemmtun í Max Schmeling-íþróttahöllinni í Berlín í fyrradag til þess að hylla Evrópumeistarana.

Viðureignin við Katar verður sú fyrsta hjá þýska landsliðinu eftir að það varð Evrópumeistari um síðustu helgi. Liðin áttust við á HM fyrir ári og þá hafði landslið Katar betur, 26:24, í hörkuleik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert