Jákvæður í skimun en spilaði gegn Íslandi

Nikola Karabatic reynir að komast framhjá Ómari Inga Magnússyni í …
Nikola Karabatic reynir að komast framhjá Ómari Inga Magnússyni í leiknum í Búdapest í gær. AFP

Nikola Karabatic, einn fremsti handknattleiksmaður heims um árabil, fékk að spila gegn Íslandi á EM í Búdapest í gær þrátt fyrir að hafa greinst smitaður af kórónuveirunni á föstudaginn.

Það hljómar ekki vel en á því er góð og gild skýring, að sögn TV2 í Danmörku, sem fékk skriflega staðfestingu á því frá EHF.

Karabatic hafi nefnilega greinst með kórónuveiruna í desember og þar með geti hann enn mælst jákvæður í skimunum, enda þótt hann smiti sjálfur ekki lengur. Hann hafi greinst með svo hátt CT-gildi í skimuninni að smithættan sé ekki til staðar.

Í staðfestingu EHF segir að Karabatic hafi verið sendur í aðra skimun og með tilliti til CT-gildanna og fyrra smits hafi verið ákveðið að hann mætti spila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert