Sigur sem breytti öllu

Elliði Viðarsson átti stórleik gegn Frökkum á laugardaginn.
Elliði Viðarsson átti stórleik gegn Frökkum á laugardaginn. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Í dag rennur upp leikdagur hjá íslenska landsliðinu á EM karla í handknattleik, sá næstsíðasti í milliriðlinum í Búdapest. Hvað dagurinn ber í skauti sér varðandi smittölur er erfitt að segja til um en fjóra daga í röð hefur verið tilkynnt um smit í íslenska hópnum. Í gær bættist Daníel Þór Ingason við og hafa þá níu leikmenn smitast auk Jóns Birgis Guðmundssonar, annars sjúkraþjálfarans. Hefur tekist að stöðva blæðinguna?

Ísland mætir Króatíu í dag og þá mætast tvö lið sem bæði hafa lent í vandræðum vegna kórónuveirunnar. Leikmenn hjá Króötum voru farnir að smitast í aðdraganda mótsins í janúar og hafa einhverjir skilað sér til baka í hópinn.

Eftir stórbrotinn leik á móti Frökkum eru Íslendingar í mikilli baráttu um að komast í undanúrslit á mótinu og leika um verðlaun. Enn eru tvær umferðir eftir í milliriðlinum en eins og staðan er núna eru Danir efstir í milliriðli með sex stig en næst koma Frakkland og Ísland. Danmörk og Frakkland eiga eftir að mætast á miðvikudaginn í síðustu umferð í milliriðlinum og sá leikur verður afskaplega forvitnilegur.

Sæti á HM er einnig í húfi

Ísland vann Frakkland með átta marka mun. Það gæti komið liðinu til góða. Ísland tapaði fyrir Danmörku með fjögurra marka mun. Ef Frakkland vinnur Danmörku í lokaumferðinni er sá möguleiki fyrir hendi að Ísland, Danmörk og Frakkland verði með jafn mörg stig og öll með einn vinning í innbyrðisviðureignum liðanna. Þá fara úrslitin í innbyrðisleikjunum að skipta máli.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert