Manchester United vann í Frakklandi

Cristiano Ronaldo var ekki sáttur þegar honum var skipt af …
Cristiano Ronaldo var ekki sáttur þegar honum var skipt af velli í Lille í kvöld og sparkaði í vatnsflösku á leið sinni á varamannabekkinn. Reuters

Manchester United vann í kvöld góðan útisigur á Lille, 1:0, í Meistaradeild Evrópu í Frakklandi en þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Ryan Giggs skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 83. mínútu en það var umdeilt, Giggs skaut áður en dómarinn hafði flautað, og leikmönnum Lille var mjög heitt í hamsi í kjölfarið. Fyrr í leiknum var mark dæmt af Lille vegna bakhrindingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert