PSV sló Arsenal út úr Meistaradeild Evrópu

Alex, varnarmaður PSV, horfir á eftir boltanum í eigið mark. …
Alex, varnarmaður PSV, horfir á eftir boltanum í eigið mark. Hann kom Arsenal yfir með sjálfsmarki en jafnaði síðan metin fyrir PSV. Reuters

Arsenal og PSV Eindhoven skildu jöfn, 1:1, í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Emirates-leikvanginum í London í kvöld. PSV sigraði þar með samanlagt, 2:1, og er komið í átta liða úrslitin en Arsenal er úr leik.

Arsenal komst yfir á 58. mínútu þegar Alex, miðvörðurinn öflugi í liði PSV, varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark. Hann bætti heldur betur fyrir það á 83. mínútu með því að jafna metin með hörkuskalla eftir hornspyrnu, 1:1. Þar með hefði Arsenal þurfti að skora tvívegis á lokakaflanum til að komast áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert