Ferguson hellti sér yfir fréttamann Sky Sports

Alex Ferguson getur látið vel í sér heyra.
Alex Ferguson getur látið vel í sér heyra. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hellti sér yfir fréttamann Sky Sports, Geoff Shreeves, eftir leik liðsins við Middlesbrough í ensku bikarkeppninni á mánudagskvöldið. Ástæðan var sú að Ferguson féll ekki í geð hvernig Shreeves spurði Cristiano Ronaldo um vítaspyrnuna sem Ronaldo fékk í leiknum og tryggði United sigurinn.

Rifrildi þeirra var svo hávært að BBC varð að rjúfa viðtal sitt við Gareth Southgate, knattspyrnustjóra Middlesbrough, sem var í gangi á sama tíma. Ferguson er sagður hafa beitt "hárþurrkuaðferðinni" alræmdu.

Samkvæmt enskum blöðum hljóðuðu „samræður" Fergusons og Shreeves svona:

Shreeves: ”I asked him... ”
Ferguson: ”Fucking bastard.”
Shreeves: ”Don't talk to me like that.”
Ferguson: ”Fuck off to you.”
Shreeves: ”Don't talk to me like that. Don't even think about it.”
Ferguson: ”Don't you think about it, you cunt. Fuck off. Right?”
Shreeves: ”Listen, are you going to do the interview in a professional manner or not? Do you want to do it or not?”
Ferguson: ”You fucking be professional. You be professional. You're the one.”
Shreeves: ”I'm entitled to ask . . . . Cristiano gave the right answer.”
Ferguson: ”Fucking hell with your answers.”
Shreeves: ”Don't talk to me like that. Go away. If you want to behave civilly, fine. Don't talk to me like that.”
Ferguson: ”Fuck off.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert