Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims

Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims, samkvæmt samantekt viðskiptatímaritsins Forbes. United er metið á 740 milljónir punda, eða um 96,5 milljarða íslenskra króna, og er talsvert á undan næstu félögum, sem eru Real Madrid, Arsenal, Bayern München og AC Milan.

Samkvæmt lista Forbes eru þessi 20 félög þau verðmætustu í heimi um þessar mundir:

1. Manchester United, 96,5 milljarðar króna
2. Real Madrid, 68,9 milljarðar króna
3. Arsenal, 60,8 milljarðar króna
4. Bayern München, 55,7 milljarðar
5. AC Milan, 54,8 milljarðar
6. Juventus, 37,7 milljarðar
7. Inter Mílanó, 36,8 milljarðar
8. Chelsea, 35,7 milljarðar
9. Barcelona, 35,6 milljarðar
10. Schalke, 31,3 milljarðar
11. Liverpool, 30,1 milljarðar
12. Lyon, 22,8 milljarðar
13. Newcastle, 17,2 milljarðar
14. Tottenham, 16,2 milljarðar
15. Roma, 14,9 milljarðar
16. Hamburger SV, 14,6 milljarðar
17. Manchester City, 13,8 milljarðar
18. Borussia Dortmund, 13,2 milljarðar
19. Ajax, 13,0 milljarðar
20. Celtic, 12,3 milljarðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert