Kuyt kom sér viljandi í leikbann

Dirk Kuyt með boltann í leiknum í kvöld. Hann sá …
Dirk Kuyt með boltann í leiknum í kvöld. Hann sá sjálfur til þess að hann yrði ekki með í seinni leik liðanna. Reuters

Dirk Kuyt, sóknarmaður Liverpool, setti lítinn leikþátt á svið seint í leiknum gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Kuyt krækti sér í gult spjald og verður því í leikbanni í seinni leiknum gegn PSV á Anfield í næstu viku en þar með fer hann spjaldalaus í undanúrslit keppninnar þar sem Liverpool á víst sæti eftir 3:0 sigurinn í Hollandi í kvöld.

Kuyt reyndi fyrst að ná sér í spjald með því að brjóta á leikmanni andstæðinganna. Það tókst ekki, dómarinn taldi brotið greinilega ekki nógu alvarlegt. Þá brá Hollendingurinn á það ráð að trufla leikmann PSV sem tók aukaspyrnuna, og þar með fór gula spjaldið á loft. Kuyt gat ekki leynt ánægju sinni með hvernig til tókst og félagar hans höfðu augljóslega gaman af!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert