Þrír frá Man.Utd tilnefndir í vali á knattspyrnumanni ársins

Margir spá því að Cristiano Ronaldo verði útnefnefndur knattspyrnumaður ársins …
Margir spá því að Cristiano Ronaldo verði útnefnefndur knattspyrnumaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Reuters

Samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi hafa tilkynnt hvaða sex leikmenn koma til greina sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Þrír þeirra koma frá Manchester United, Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs og Paul Scholes. Auk þeirra eru Didier Drogba, Chelsea, Steven Gerrard, Liverpool og Cesc Fabregas, Arsenal, tilnefndir.

Valið verður kunngert næstkomandi sunnudag en flestir spá því að Ronaldo verði fyrir valinu og hafi betur gegn Didier Drogba.

Ronaldo og Fabregas eru einnig tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn í úrvalsdeildinni en aðrir sem eru tilnefndir eru: Wayne Rooney, Manchester United, sem hefur tvö undanfarin ár orðið fyrir valinu, Kevin Doyle, framherji Reading, Aaron Lennon, kantmaður í Tottenham og Micah Richards, varnarmaður í Manchester City.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert