Drogba frammúr Ronaldo

Didier Drogba framherji Chelsea.
Didier Drogba framherji Chelsea. Reuters

Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni það sem af er keppnistímabilinu samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik.

Drogba er markahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni, hann hefur skorað 19 mörk þremur mörkum meira en Cristiano Ronaldo úr Manchester United sem um síðustu helgi var útnefndur knattspyrnumaður ársins í ensku úrvalsdeildinni og var einnig valinn besti ungi leikmaðurinn. Ronaldo og Drogba hafa skipst á að hafa forystu á tölfræðilistanum.

Ívar Ingimarsson, Reading, er eins og áður eini Íslendingurinn sem kemst á topp 100 manna listann en hann er í 73. sæti. Tíu efstu leikmenn á listanum eru:
1. Didider Drogba, Chelsea
2. Cristiano Ronaldo, Man.Utd.
3. Frank Lampard, Chelsea
4. Wayne Rooney, Man.Utd.
5. Gareth Barry, Aston Villa
6. Cesc Fabregas, Arsenal
7. Mikel Arteta, Everton
8. Andrew Johnson, Everton
9. Dimitar Berbatoc, Tottenham
10.El-Hadji Diouf, Bolton

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert