AC Milan Evrópumeistari

Filippo Inzaghi og Andra Pirlo fagna fyrra marki AC Milan …
Filippo Inzaghi og Andra Pirlo fagna fyrra marki AC Milan í kvöld. Reuetrs

AC Milan tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeild Evrópu í knattpsyrnu með því að leggja Liverpool að velli, 2:1, í úrslitaleik í Aþenu. Fillipo Inzaghi skoraði bæði mörk AC Milan og kom því í 2:0 en Dirk Kyut minnkaði muninn fyrir Liverpool undir lokin. Fylgst var með gangi leiksins hér á mbl.is og textalýsingin fer hér á eftir.

Herberg Fandel flautar til leiksloka. AC Milan sigrar, 2:1, og er Evrópumeistari í sjöunda sinn.

Uppbótartíminn er þrjár mínútur.

88. Dirk Kuyt minnkar muninn ó 2:1. Eftir hornspyrnu skallar Hollendingurinn í netið af stuttu færi. Spenna er aftur kominn í leikinn.

87. Steve Finnan fer útaf í liði Liverpool fyrir Alvaro Arbeloa og markaskorarinn Inzaghi fer af velli fyrir Alberto Gillardino.

84. Peter Crouch með gott skot sem Dida þarf að hafa sig allan við að slá yfir markið.

83. Filippo Inzaghi kemur AC Milan í 2:0 eftir glæsilega sendingu frá Kaká innfyrir flata vörn Liverpool.

78. AC Milan gerir breytingu á liði sínu. Marek Jankulovski fer af velli og í stað hans er kominn Kaka Kaladze.

77. Liverpool gerir breytingu á liði sínu. Framherjinn Peter Crouch kemur inná í staðinn fyrir Javier Mascherano. Með þessu ætlar Rafael Benítez að skerpa sókn sinna manna.

72. Steven Gerrard með lúmskt skot utan teigs en boltinn fer rétt framhjá. Liverpool menn berjst afar hart og reyna allt sem þeir geta til að jafna metin.

63. Steven Gerrard sleppur einn innfyrir vörn AC Milan en Dida markvörður AC Milan ver frekar slakt skot Gerrards.

60. Jamie Carricher fær gula spjaldið fyrir brot á Kaká sem var að sleppa innfyri vörn Liverpool. Pirlo tekur aukaspyrnuna og skýtur yfir markið.

59. Rafael Bentíez gerir breytingu á liði sínu. Bodo Zenden fer að velli og Harry Kewell tekur stöðu hans.

58. Argentínumaðurinn Javier Macherano fær að líta gula spjaldið fyrir brot á Andrea Pirlo.

54. Herbert Fandel dómari lyftir gula spjaldinu á loft í annað sinn. Jankulovski vinstri bakvörður AC Milan er áminntur fyrir brot á Jarmaine Pennant.

Síðari hálfleikur er hafinn. Liverpool byrjar af krafti og ætlar greinilega að jafna metin.

Þjóðverjinn Herbert Fandel hefur flautað til leikhlés mínútu eftir að AC Milan hafði skorað. Leikurinn hefur verið heldur tilþrifalítill en Liverpool sterkari aðilinn.

44. AC Milan skorar. Andrea Pirlo tekur aukaspyrnu rétt utan teigs. Boltinn hafði viðkomu í Filippo Inzaghi og af honum fór boltinn í netið.

41. Fyrsta gula spjaldið fer á loft. Harðjaxlinn Gattuso er áminntur fyrir gróft brot á Xabi Alonso.

32. Norðmaðurinn John Arne Riise geysist fram í sóknina og á þrumuskot yfir mark AC Milan. Liverpool hefur átt fjögur markskot en AC Milan aðeins eitt.

27. Þung sókn hjá Liverpool sem lýkur með þrumuskoti frá Xabi Alonso rétt utan teigs. Boltinn fer rétt framhjá marki AC Milan. Liverpool hefur haft heldur betur en leikurinn frekar tíðindalítill.

22. Daniel Agger brýtur á Kaká og er heppinn að fá ekki að líta gula spjaldið.

Liverpool er meira með boltann en liðin fara bæði hægt í sakarnir og eru að þreifa fyrir sér.

10. Fyrsta færið lítur dagsins ljós. Pennant fékk ágæt færi þegar hann lét skot ríða af frá markteigshorninu en Dida markvörður AC Milan varði skoti.

Mikil stemning er á ólympíuleikvangum og greinilegt er að Liverpool á fleiri stuðningsmenn á þessum glæsilega velli sem tekin var í notkun á Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Aþenu 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert