Hermann gengur til liðs við Portsmouth

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. mbl.is/Brynjar Gauti
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth. Hermann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í gærkvöld og verður kynntur til sögunnar í höfuðstöðvum félagsins á Fratton Park í dag.

„Hermann skrifaði undir tveggja ára samning og það er mikill hugur í forráðamönnum Portsmouth fyrir næstu leiktíð. Harry Redknapp hefur lengi haft augastað á Hermanni og málið er í höfn," sagði Ólafur Garðarsson umboðsmaður Hermanns í gær en ekki náðist í landsliðsmanninn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert