Crouch: Stjórinn vill halda mér

Peter Crouch framherjinn stóri hjá Liverpool.
Peter Crouch framherjinn stóri hjá Liverpool. Reuters

Peter Crouch framherji Liverpool segist eiga framtíð hjá Liverpool því knattspyrnustjórinn Rafael Benítez hafi tjáð sér að hann ætlaði ekki að láta hann frá félaginu fara eins og orðrómur hefur verið í gangi um.

Crouch hefur á undanförnum vikum verið orðaður helst við Newcastle en Sam Allardyce nýráðinn knattspyrnustjóri félagsins er sagður reiðubúinn að kaupa hann frá Livrpool.

,,Stjórinn sagði við mig að ég væri inni í hans framtíðarplönum og það er nóg fyrir mig. Það er eðlilegt að hjá félagi eins og Livepool sé samkeppni um að komast í liðið," sagði Crouch í viðtali við Sky Sport fréttastöðina.

Crouch, sem er 26 ára gamall, gekk í raðir Livrpool frá Southampton fyrir 7 milljónir punda árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert