Nokkrar staðreyndir um Thierry Henry

Thierry Henry er á leið til Barcelona.
Thierry Henry er á leið til Barcelona. Reuters

Fjölmiðlar um allan heim hafa í kvöld fjallað um væntanleg félagaskipti Thierry Henry frá Arsenal til Barcelona. Engin staðfesting hefur komið frá félögunum enn sem komið er en nær öruggt er talið að gengið verði frá þeim í næstu viku. Hér á eftir eru nokkrar staðreyndir um Henry.

* Fæddur 17. ágúst árið 1977 í París.

* Gekk til liðs við Monaco þegar hann var 13 ára gamall og lék sinn fyrsta leik með liðinu árið 1994 undir stjórn Arsene Wenger.

*Útnefndur besti ungi leikmaðurinn í Frakklandi 1996. Skrifaði í kjölfarið undir samning við Real Madrid sem var dæmdur ógildur og bæði hann og Real Madrid voru sektuð.

* Skoraði 9 mörk í 36 leikjum með Monaco árið 1997 og lék það sama ár sinn fyrsta landsleik fyrir Frakka.

* Lék sex leiki af sjö með Frökkum á HM 1998 þegar þeir hömpuðu heimsmeistaratitlinum á heimavelli. Skoraði 3 mörk í úrslitakeppninni en sat á bekknum í úrslitaleiknum gegn Brasilímönnum sem Frakkar unnu, 3:0.

* Gekk til liðs við Juventus á Ítalíu 1999. Var aðeins 12 sinnum í byrjunarliðinu og skipti yfir til Arsenal átta mánuðum síaðr fyrir 10,5 milljónir punda. Ári síðar skoraði hann þrjú mörk í úrslitakeppni Evrópumótsins þar sem Frakkar fögnuðu sigri.

* Var í lykihlutverki hjá Arsenal sem vann tvöfalt tímabilið 2001-02 og varð markakóngur úrvalsdeildarinnar.

* Varð bikarmeistari með Arsenal 2003 og var útnefndur leikmaður ársins af leikmönnum og íþróttafréttamönnum. Varð annar í kjöri á knattspyrnumanni ársins í Evrópu og hjá FIFA.

* Átti drjúgan þátt í að Arsenal fór taplaust gegnum tímabilið 2004 í ensku úrvalsdeildinni og var útnefndur leikmaður ársins.

* Í október 2005 sló hann markametið hjá Arsenal. Varð bikarmeistari en missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla.

* Skoraði 200. mark sitt fyrir Arsenal tímabilið 2005/2006 og leiddi lið sitt til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona. Var útnefndur leikmaður ársins af íþróttafréttamönnum í þriðja sinn.

* Missti mikið úr á síðustu leiktíð vegna meiðsla og það kom niður á gengi Arsenal á öllum vígstöðvum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert