Nýr samningur milli Carlsberg og Liverpool

Leikmenn Liverpool verða áfram með merki Carlsberg á treyjunni næstu …
Leikmenn Liverpool verða áfram með merki Carlsberg á treyjunni næstu þrjú árin. Reuters

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool hafa skrifað undir nýjan þriggja ára auglýsingasamning við danska bjórframleiðandann Carlsberg. Leikmenn Liverpool hafa borið merki Carlsberg framan á treyjum sínum frá árinu 1992, og hefur ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni haldið tryggð við sinn núverandi styrktaraðila svo lengi.

„Við framlengdum samninginn vegna þess að við sjáum fram á að geta nýtt okkur samvinnu við Liverpool í framtíðinni, ekki síst vegna þess að bráðum heldur félagið í ferð um Asíu og við sækjum hart á Asíu-markaðinn í augnablikinu,“ sagði Keld Strudahl, yfirmaður markaðssviðs hjá Carlsberg. Talið er að danska fyrirtækið þurfi að greiða upphæð sem samsvarar rúmum hálfum milljarði íslenskra króna á ári, en Strudahl segist ekkert vilja tjá sig um það að öðru leyti en því að báðir aðilar séu hæstánægðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert