Alkmaar vill ekki selja Grétar til Middlesbrough

Grétar Rafn Steinsson virðist ekki á leið til Middlesbrough.
Grétar Rafn Steinsson virðist ekki á leið til Middlesbrough. Reuters

Fréttavefur Sky skýrði frá því í dag að hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar vildi ekki selja íslenska landsliðsmanninn Grétar Rafn Steinsson til enska félagsins Middlesbrough. Sky segir að Middlesbrough vilji greiða 2 milljónir punda, um 250 milljónir króna, fyrir Grétar en Alkmaar vilji minnst fá 4 milljónir punda fyrir hann og hafi nú boðið honum nýjan samning, til ársins 2012, en Grétar er þegar samningsbundinn hollenska félaginu til ársins 2011.

Sky segir að fyrst Grétar Rafn sé að renna Middlesbrough úr greipum megi búast við því að Gareth Southgate, knattspyrnustjóri félagsins, reyni að fá Luke Young frá Charlton en hann vill losna frá Lundúnaliðinu eftir að það féll úr úrvalsdeildinni í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert