Petrov valdi Manchester City

Martin Petrov er genginn í raðir Manchester City.
Martin Petrov er genginn í raðir Manchester City. Reuters

Manchester City hafði betur í kapphlaupinu við Tottenham um að krækja í búlgarska landsliðsmanninn Martin Petrov. Þegar allt stefndi í að Petrov færi til Tottenham tókst Sven-Göran Eriksson knattspyrnustjóra City að fá Petrov til að skipta um skoðun. Búlgarinn skrifaði undir þriggja ára samning og er kaupverðið talið vera 4,7 milljónir punda, 580 milljónir króna.

Petrov, sem er 28 ára gamall og hefur leikið 60 landsleiki fyrir Búlgari, kemur til Manchester City frá spænska liðinu Atletico Madrid. Hann hóf feril sinn með CSKA Sofia í Búlgaríu en hefur síðan leiki með svissneska liðinu Servette, þýska liðinu Wolfsburg og Atletico Madrid.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem Sven-Göran fær til City í sumar en Svíinn er ekki hættur því hann hyggst styrkja leikmannahóp sinn enn frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert