Blackburn og Arsenal skildu jöfn

Robin van Persie og Alexander Hleb fagna eftir að van …
Robin van Persie og Alexander Hleb fagna eftir að van Persie kom Arsenal yfir. Reuters

Ensku úrvalsdeildarliðin Blackburn og Arsenal áttust við í dag á Ewood Park, heimavelli Blackburn. Arsenal komst yfir í leiknum með marki Robin van Persie eftir rúmlega kortérs leik, en Blackburn jafnaði á 72. mínútu með marki David Dunn, sem skrifast að mestu leyti á Jens Lehmann, markvörð Arsenal.

Robin van Persie kom Arsenal yfir, 1:0, með marki á 18. mínútu, eftir mikinn atgang í markteig Blackburn.

Arsenal varð fyrir áfalli á 23. mínútu þegar fyrirliðinn William Gallas haltraði meiddur af velli. Philippe Senderos kom í hans stað.

Ryan Nelsen miðvörður og fyrirliði Blackburn var hársbreidd frá því að jafna á 33. mínútu þegar hann átti skalla í stöngina á marki Arsenal.

Staðan var 0:1 í hálfleik en leiknar voru fimm mínútur í uppbótartíma.

David Dunn jafnaði fyrir Blackburn, 1:1, á 72. mínútu.

Átta gul spjöld fóru á loft í leiknum, fjögur á hvort lið.

Lið Blackburn: Friedel, Emerton, Samba, Nelsen, Warnock, Bentley, Savage, Dunn, Pedersen, Santa Cruz, Derbyshire.
Varamenn: Brown, Ooijer, Tugay, McCarthy, Roberts.

Lið Arsenal: Lehmann, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Walcott, Flamini, Fabregas, Hleb, Eduardo, van Persie.
Varamenn: Almunia, Senderos, Denilson, Song, Bendtner.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert