United og Roma mætast aftur - Chelsea og Valencia einnig

AC Milan er núverandi Evrópumeistari.
AC Milan er núverandi Evrópumeistari. Reuters

Nú er nýbúið að draga í riðlana átta í 32-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Liðunum var skipt í fjóra styrkleikaflokka og voru ensku liðin Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea öll í fyrsta styrkleikaflokki. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu hér á mbl.is

Leikir í 32-liða úrslitunum fara fram á tímabilinu frá 18. september til 12. desember.

Englandsmeistarar Manchester United eru í riðli með Roma en liðin mættust í átta liða úrslitum síðasta vetur, og Chelsea og Valencia, sem einnig mættust í átta liða úrslitunum, eru sömuleiðis saman í riðli.

Byrjað var á að draga liðin úr fyrsta styrkleikaflokki í riðla og Peter Cech, leikmaður Chelsea og markvörður ársins, sá um það.

Því næst dró Paolo Maldini, leikmaður Evrópumeistara AC Milan og varnarmaður ársins, liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla.

Þá dró Clarence Seedorf, samherji Maldini og miðjumaður ársins, liðin úr þriðja styrkleikaflokki í riðla.

Besti sóknarmaður heims, Kaka sem einnig er leikmaður AC Milan, dró að lokum liðin úr fjórða styrkleikaflokki í riðla. Riðlarnir eru sem hér segir:

A-riðill: Liverpool, Porto, Marseille, Besiktas.

B-riðill: Chelsea, Valencia, Schalke, Rosenborg.

C-riðill: Real Madrid, Werder Bremen, Lazio, Olympiakos.

D-riðill: AC Milan, Benfica, Celtic, Shakhtar Donetsk.

E-riðill: Barcelona, Lyon, Stuttgart, Rangers.

F-riðill: Man. Utd., Roma, Sporting Lissabon, Dynamo Kiev.

G-riðill: Inter Mílanó, PSV Eindhoven, CSKA Moskva, Fenerbahce.

H-riðill: Arsenal, Sevilla/AEK Aþena, Steaua Búkarest, Slavia Prag.

Sevilla og AEK Aþena eiga enn eftir að spila seinni leik sinn og verður hann leikinn á mánudag. Sevilla hefur 2:0 forskot.

1. styrkleikaflokkur: AC Milan, Barcelona, Liverpool, Inter Mílanó, Arsenal, Real Madrid, Chelsea, Manchester United.

2. styrkleikaflokkur: Valencia, Lyon, Porto, Sevilla/AEK Aþena, PSV Eindhoven, Róma, Benfica, Werder Bremen.

3. styrkleikaflokkkur: Glasgow Celtic, Schalke, Stuttgart, Steua Búkarest, CSKA Moskva, Sporting Lissabon, Lazio, Marseille.

4. styrkleikaflokkur: Glasgow Rangers, Shaktar Donetsk, Besiktas, Olympiakos, Dynamo Kiev, Fenerbache, Slavia Prag, Rosenborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert