Glazer fjölskyldan ætlar ekki að selja Man.Utd.

Old Trafford leikvangur Manchester United.
Old Trafford leikvangur Manchester United. Reuters

Bandaríska Glazer fjölskyldan segir ekkert hæft í þeim fréttum að hún ætli að selja hlut sinn í Manchester United. Fregnir hafa borist að því að fjárfestar í Kína og Dubai vilji kaupa félagið en talsmaður fjölskyldunnar sagði að Manchester United væri ekki til sölu.

Glazer fjölskyldan eignaðist Manchester United fyrir tveimur árum fyrir 790 milljónir punda. Stuðningsmenn United tóku því mjög illa þegar Bandaríkjamennirnir eignuðust félagið og óttuðust mjög um framtíð þess undir þeirra stjórn en annað hefur komið á daginn. Mikill meirihluti stuðningsmannanna hafa verið ánægðir með Glazer fjölskylduna og hefur hún fundist standa sig vel og styðja vel við bakið á knattspyrnustjóranum Sir Alex Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert