Mourinho fær feitan tékka

Talið er að Jose Mourinho fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea fái 25 milljónir punda, 3,2 milljarða íslenskra króna, fyrir starfslok sín hjá Chelsea. Mourinho átti þrjú ár eftir af samningi sínum við Lundúnarliðið en Portúgalinn er sagður hafa fengið 5,2 milljónir punda, 700 milljónir íslenskra króna, í laun á ári.

Roman Arbamovich eigandi Chelsea munar sjálfagt lítið um að greiða upp samninginn hjá Mourinho og bætur fyrir brottreksturinn því Rússinn er talinn með auðugustu mönnum í veröldinni.

Chelsea hefur staðfest að flest allir aðstoðarmenn Mourinho muni láta af störfum og meðal þeirra eru Baltemar Brito og Rui Faria sen hafa verið í stjórateyminu hjá félaginu og markvarðarþjálfarinn Silvino Louro .

Síðustu skipanirnar. Jose Mourinho í kveðjuleik sínum með Chelsea gegn …
Síðustu skipanirnar. Jose Mourinho í kveðjuleik sínum með Chelsea gegn Rosenborg á þriðjudaginn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert