Stórsigur Arsenal - markalaust hjá Liverpool

Emmanuel Adebayor er hér í þann mund að skora annað …
Emmanuel Adebayor er hér í þann mund að skora annað mark Arsenal gegn Derby. Adebayor skoraði þrennu fyrir Arsenal sem vann 5:0. Reuters

Leikjunum fjórum í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 14 er lokið. Arsenal sigraði Derby 5:0, Liverpool og Birmingham gerðu markalaust jafntefli, Middlesbrough og Sunderland gerðu 2:2 jafntefli og Reading lagði Wigan 2:1. Síðasti leikur dagsins, viðureign Fulham og Manchester City, hefst kl. 16.15.

Arsenal vann auðveldan sigur á nýliðum Derby, 5:0, Abou Diaby kom Arsenal yfir á 10. mínútu og Emmanuel Adebayor bætti við öðru marki á 25. mínútu. Í síðari hálfleik bætti Adebayor við tveimur mörkum og Cesc Fabregas einu.

Leikur Liverpool og Birmingham endaði með markalausu jafntefli í frekar tíðindalitlum leik. Liverpool sótti mun meira en gekk illa að skapa sér góð færi gegn fjölmennri vörn Birmingham.

Middlesbrough og Sunderland gerðu jafntefli 2:2 þar sem að Liam Miller jafnaði fyrir Sunderland á síðustu mínútu leiksins. Grant Leadbitter kom Sunderland yfir strax á 2. mínútu en Julio Arca jafnaði fyrir Boro á 15. mínútu. Stuart Downing kom Middlesbrough í 2:1 á 67. mínútu en eins og áður sagði jafnaði Miller fyrir Sunderland.

Reading vann góðan sigur á Wigan, þar sem James Harper skoraði sigurmark Reading í blálokin. Dave Kitson kom Reading yfir með marki á 28. mínútu en Marcus Bent jafnaði fyrir Wigan á 50. mínútu. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert