Torres með þrennu í sigri Liverpool

Fernando Torres var í miklu stuði fyrir Liverpool í kvöld.
Fernando Torres var í miklu stuði fyrir Liverpool í kvöld. Reuters

Fernando Torres framherji Liverpool var maður kvöldsins í 3. umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Torres gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Liverpool sigraði Reading á útivelli, 2:4. Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson voru í leikmannahópi Reading.

Yossi Benayoun skoraði fyrsta mark Liverpool og Torres bætti svo við þremur mörkum en þeir Bobby Convey og John Hall gerðu mörkin fyrir heimamenn.

Arsenal hafði betur gegn Newcastle á Emirates Stadium, 2:0, og komu mörkin á síðustu sjö mínútum leiksins. Daninn Nicklas Bendtner skoraði markið og Brasilíumaðurinn Denilson það síðara.

David Nugent tryggði Portsmouth sigur á Burnley á útivelli, 0:1, með marki 20 mínútum fyrir leikslok. Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portsmouth og Jóhannes Karl Guðjónsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley.

Grikkinn Georgios Samaras kom Manchester City til bjargar gegn Norwich en hann skoraði eina mark leiksins á lokamínútum leiksins.

Robbie Fowler skoraði tvö mörk og Jimmy Floyd Hasselbaink eitt þegar Cardiff skellti WBA á útivelli, 2:4.

Önnur úrslit urðu þau að Sheffield United burstaði Morecambe, 5:0, en nú stendur yfir framlenging hjá Luton og Charlton og Blackpool og Southend.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert