Öruggur sigur hjá Chelsea - Man.Utd úr leik

Michael Essien og Steve Sidwell fagna marki þess síðarnefnda í …
Michael Essien og Steve Sidwell fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Reuters

Chelsea tryggði sér örugglega farseðilinn í 4. umferð ensku deildabikarkeppninnar með því að leggja 1. deildarliðið Hull City að velli, 0:4. Salomon Kalou skoraði tvö marka Chelsea og þeir Scott Sinclair og Steve Sidwell gerðu sitt markið hver. Englandsmeistararar Manchester United féllu hins vegar úr leik en þeir lágu gegn Coventry á Old Trafford, 0:2.

Michael Mifsud skoraði bæði mörk fyrir Coventry sem vann sætan sigur á Englandmeisturum Manchester United á Old Trafford. Sir Alex Ferguson stillti upp varaliði sínu og minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum.

Tottenham vann langþráðan sigur en liðið lagði Middlesbrough á heimavelli sínum, 2:0. Gareth Bale og Tom Huddlestone gerðu mörkin, sitt í hvorum hálfleik.

Everton vann öruggan útisigur á Sheffield Wednesday, 0:3. James McFadden skoraði tvö markanna og Yakubu skoraði þriðja markið.

Aston Villa tapaði óvænt á heimavelli fyrir Leicester, 0:1. Matty Fryatt skoraði sigurmarkið.

Dean Ashton var hetja West Ham í sigri liðsins á Plymouth, 1:0, en Ashton skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Matt Derbyshire, David Bentley og Roque Santa Cruz tryggðu Blackburn öruggan 3:0 sigur á Birmingham á Ewood Park í Blackburn.

Framlenging er í gangi í viðureign Fulham og Bolton en staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma.

Varamaðurinn Stelios Giannakopoulus tryggði Bolton sigur á Fulham, 1:2, í framlengdum leik. Danny Guthrie kom Bolton yfir en varamaðurinn David Healy jafnaði á 72. mínútu. Það var svo Grikkinn Giannakopoulus sem skoraði sigurmarkið á 112. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert