Torres ætlar sér að vera með í grannslagnum

Fernando Torres leikur á Ashley Cole í leik Liverpool og …
Fernando Torres leikur á Ashley Cole í leik Liverpool og Chelsea. Reuters

Fernando Torres framherji Liverpool heldur í vonina um að hann verði orðinn leikfær fyrir laugardaginn þegar Liverpool og Everton mætast í grannslag á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni.

Torres meiddist á æfingu með Spánverjum fyrir leikinn gegn Dönum og gat ekki verið með í leiknum í Árósum sem Spánverjar höfðu betur í, 3:1. Torres tognaði og var talið að hann yrði frá keppni í um tíu daga.

,,Ég ætla mér að verða klár fyrir laugardaginn því ég vil alls ekki missa af þessum leik. Mér hefur sagt hversu sérstakir þessir leikir eru og ég verð að vera búinn að ná mér í tæka tíð," segir Torres á vef Liverpool.

Torres, sem keyptur var frá Atletico Madrid fyrir metfé í sumar, hefur farið vel af stað með Liverpool en hann hefur skorað 7 mörk á leiktíðinni.

,,Ég hef tekið þátt í svona leikjum en og væntanlega er viðureign Liverpool og Everton í líkingu við það sem á sér stað í leikjum Atletico Madrid og Real Madrid," segir Torres.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert