Drogba: Ekkert getur stöðvað mig í því að fara frá Chelsea

Didier Drogba og Jose Mourinho náðu afar vel saman.
Didier Drogba og Jose Mourinho náðu afar vel saman. Reuters

Didier Drogba framherji Chelsea segir í viðtali við franska knattspyrnutímaritið France Football að ekkert geti stöðvað sig frá því að yfirgefa Chelsea. Drogba er ekki sáttur í herbúðum félagins eftir að knattspyrnustjórinn José Mourinho yfirgaf félagið í síðasta mánuði.

Drogba segist eiga afar erfitt með að sætta sig við að Mourinho sé farinn en þeir náðu afar vel saman þann tíma sem Portúgalinn var við stjórnvölinn.

,,Ég vil fara frá Chelsea og það er ekkert sem stöðvað mig í því. Það hefur orðið mikill skaði í búningsklefanum vegna þess að við vitum núna hvað gerðist og hver orsökin eru fyrir brotthvarfi Mourinho," segir Drogba við France Football og áréttar að hvaða leikmenn sem Chelsea kaupi í sumar þá breyti það ekki því að hann muni ekki spila með félaginu eftir þetta tímabil.

,,Ég veit að Kaká og Ronaldinho eru orðaðir við Chelsea fyrir næsta tímabili en jafnvel það fær mig ekki til að skipta um skoðun," segir Drogba.

Evrópumeistarar AC Milan og Spánarmeistarar Real Madrid eru meðal þeirra liða sem lýst hafa því yfir að þau vilji fá Fílabeinsstrendinginn í sínar raðir en hann varð markakóngur úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert